19.03.1929
Neðri deild: 26. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 842 í C-deild Alþingistíðinda. (2786)

6. mál, hveraorka

Magnús Guðmundsson:

Jeg hefi alls ekki verið að mæla bót breytingunni á 1. gr., sem gerð var í hv. Ed., en tel hana þýðingarlitla. Vil jeg aðeins benda hæstv. forsrh. á það, að hann er sjálfur langsyndugastur í þessu máli, þar sem hann vill ekki gangast við þessum krakka sínum í 12. gr. frv., sem öllum líst svo illa á (ÓTh: Jeg heimta svardaga.), sjerstaklega hans áðurnefndu flokksbræðrum. Það eru bein ósannindi, að form. Íhaldsflokksins hafi lagt nokkurn efnivið í 12. gr. frv., hvað sem hæstv. forsrh. segir.