23.04.1929
Neðri deild: 52. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 890 í C-deild Alþingistíðinda. (2834)

26. mál, kvikmyndir og kvikmyndahús

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Þetta spursmál hefir ekki komið til greina við umr. í hv. Ed., en það er rjett hjá hv. 1. þm. Skagf., að nokkur vafi getur verið á þessu. Frv. gerir ekki ráð fyrir, að gömlu leyfishafarnir þurfi að sækja um nýtt leyfi, en það gæti vel komið til mála, ef hv. d. finnur ástæðu til þess, að orða þetta skýrara. Þá væri rjett að taka upp svipað orðalag og gert var, þegar lögin um aðflutningsbann á áfengi gengu í gildi og vafi ljek á því, hvort taka ætti söluleyfi af þeim búðum, sem þá höfðu það.