22.03.1929
Efri deild: 29. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 400 í B-deild Alþingistíðinda. (290)

45. mál, einkasími í sveitum

Frsm. (Halldór Steinsson):

Samgmn. á örlitla brtt. á þskj. 168. Leggur n. til, að í 13. gr. verði bætt orðinu „stöðvartímanum“. Er það til þess að taka greinilega fram, að landssímanum beri ekki að annast afgreiðslu nema á þeim tíma, sem stöðin er opin. Virðist mjer það vera sjálfsagt og vænti þess, að þessi brtt. fái góðar undirtektir hjá hv. dm.