10.05.1929
Neðri deild: 65. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1257 í C-deild Alþingistíðinda. (2945)

33. mál, dómur í vinnudeilum

Benedikt Sveinsson:

* Jeg vil aðeins gera stutta grein fyrir atkvæði mínu. Jeg hefi altaf verið þeirrar skoðunar, eins og hv. 2. þm. Rang. (GunnS), að það yrði að fást friðsamleg úrlausn málsins á þessu þingi, en það er auðsjeð, að það verður ekki hægt, því að málið hefir tafist svo í n., sem hv. þm. (GunnS) er formaður fyrir. En það verður að virða allshn. það til vorkunnar, því að hún hefir mörgum öðrum málum að gegna og þetta er mesta vandamál.

Nú hefði jeg helst kosið, að þetta mál mætti svo greiðast, sem hv. þm. (GunnS) sagði, en úr því að það er ekki hægt, mun jeg fylgja till. hv. þm. Árn. (MT), um að vísa málinu til stjórnarinnar, og tel jeg það betra en að það dagi hjer uppi á annan þátt í deildinni. Að vísu verð jeg að líta svo á, að hæstv. stjórn sje sett þar með í allmikinn vanda, en málið er mjög ábyrgðarríkt og þarf mikillar athygli við og afskifta stjórnarvaldanna á sínum tíma, ef í það slæst að misklíð verði á næsta ári um þetta mál, eins og varð um síðustu áramót. Jeg hefði því heldur kosið að leysa stj. frá þeim vanda, sem henni er skapaður með því að leggja málið í hennar vald nú, en sje ekki annað fært, eins og sakir standa.

* Ræðuhandrit óyfirlesið.