10.05.1929
Neðri deild: 65. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1262 í C-deild Alþingistíðinda. (2950)

33. mál, dómur í vinnudeilum

Ólafur Thors:

Það skal vera örstutt. Jeg var að tala um, að sumir menn fríkkuðu ekki við þvottinn, en hv. 2. þm. Árn. (MT) má gerst vita, upp úr hverju hann hefir þvegið sjer. (Forseti hringir). Nú má hæstv. forseti gjarnan hringja vel, því að nú hefi jeg lokið máli mínu.