02.03.1929
Neðri deild: 12. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1271 í C-deild Alþingistíðinda. (2960)

48. mál, vegalög

2960Bernharð Stefánsson:

Hv. form. samgmn. (GunnS) hefir boðað það, að n. muni fara eftir till. vegamálastjóra í þessu máli. En jeg fæ ekki sjeð, að meiri sjerþekkingu en til er innan n. þurfi, til þess að skera úr því, hvort hjeruð landsins eigi að njóta jafnrjettis eða ekki í þessu efni. Og því vil jeg eindregið styðja þá áskorun hæstv. forseta þessarar deildar, að n. noti a. m. k. að einhverju leyti sína eigin dómgreind, en hlaupi ekki í öllum efnum eftir tillögum vegamálastjóra athugunarlaust. Jeg segi þetta ekki að ástæðulausu, því að till. vegamálastjóra hafa of oft komið í veg fyrir, að sjálfsagðar umbætur næðu fram að ganga. Jeg vil því skora eindregið á hv. n., að taka á þessu máli með sjálfstæði og fullri einurð.