18.03.1929
Neðri deild: 25. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1533 í C-deild Alþingistíðinda. (3077)

67. mál, lýðskóli með skylduvinnu nemenda

Magnús Guðmundsson:

Jeg get tekið það fram, að jeg hefi ávalt verið hlyntur þegnskylduvinnuhugmyndinni. Mjer finst frv. vera spor í þá áttina, og þó það væri ekki annað, þá er það nóg til þess, að jeg vil að málið fari í nefnd. Mjer fanst háttv. dómsmrh. tala svo um málið, að það væri eingöngu af kurteisi, að hann vildi hleypa því til 2. umr. En jeg hygg, að málið sjálft sje vissulega þess vert, að vera gaumgæfilega athugað og rannsakað af n. Jeg vil láta málið fara í nefnd, og sje því ekki ástæðu til að ræða það frekar nú, en vil þó geta þess, að jeg geri það ekki af kurteisi við flm., heldur af hinu, að jeg álít, að það hafi þann kjarna inni að halda, að vert sje að taka það til athugunar. Jeg vil að endingu drepa á eitt atriði í ræðu hv. 3. þm. Reykv. (JÓl). Hann sagði, að allir unglingar væru skyldir til að fara í þennan skóla, en að mínum dómi er því ekki svo farið, t. d. getur það ekki náð nokkurri átt með þá, sem sækja aðra skóla, eins og t. d. Mentaskólann.