07.05.1929
Neðri deild: 63. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1542 í C-deild Alþingistíðinda. (3090)

68. mál, háskólakennarar

Magnús Jónsson:

1 Jeg skal ekki gefa ástæðu til mikilla umræðna um þetta mál, en jeg vil aðeins þakka hv. meiri hl. fjhn. fyrir afgreiðslu þess. Það er ljóst, að sum árin hefir þessi breyting enga fjárhagslega þýðingu fyrir ríkissjóðinn, en sum árin getur hún aftur kostað hann 1000 kr. til tveggja manna, hvors um sig, því að breyting þessi gengur í þá átt, að dócentar fái lágmarkslaun prófessora þegar þeir eru búnir að vera 6 ár í dócentsembættinu. Er ekki farið fram á þetta vegna nafnbóta, eins og hv. 1. þm. N.-M. virtist helst halda, heldur af því, að það er sanngirniskrafa, því að það er ósanngjarnt, að sumir dócentar fái kannske prófessorsembætti nærri strax, en aðrir verði að bíða í 20 ár eða meir. Þegar ekki þarf meira að gera en þetta, til þess að bæta úr órjetti eða misrjetti, þá vænti jeg, að hv. deild samþykki frv. eins og meiri hl. fjhn. leggur til.

Ræðuhandrit óyfirlesið.