09.04.1929
Neðri deild: 40. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 409 í B-deild Alþingistíðinda. (319)

95. mál, hafnarlög fyrir Vestmannaeyjar

Magnús Torfason:

Jeg hefi skrifað undir nál. með fyrirvara, og hugsun sú, sem vakti fyrir mjer með því, var það, að í frv. er talað um að ljúka við að byggja hafnargarðana og til nauðsynlegustu mannvirkja innan hafnar í Vestmannaeyjum.

Mitt álit er það, að það sje sjálfsagt að leggja fje til að byggja hafnargarðana sjálfa; það verður alls ekki hjá því komist, en aftur hvað snertir mannvirki innan hafnarinnar í Vestmannaeyjum, þá verð jeg að telja, að ríkissjóði sje óskyldara að leggja fje til þess. Það er sagt hjer, að það megi verja af því fje alt að 70 þús. kr., og þá vil jeg leggja áherslu á með því, að það sje ekki skylda ríkissjóðs að leggja svo mikið fram.

Með þessu fororði get jeg greitt þessu frv. atkv. mitt.