06.05.1929
Neðri deild: 62. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1714 í C-deild Alþingistíðinda. (3258)

117. mál, skipun barnakennara og laun

Frsm. meiri hl. (Ásgeir Ásgeirsson):

Jeg vil þakka hv. 1. þm. N.-M. stuðning hans við þetta mál, en um leið benda honum á, að á engan annan hátt er hægt að koma á jafnrjetti milli farkennara og annara kennara en þann, að samþykkja þetta frv. Eins og nú stendur, fer miklu minna fje til uppfræðslu sveitabarna en kaupstaðabarna. Að þessu leyti verða sveitirnar miklu ver úti en kaupstaðirnir. Ef útiloka á alt misrjetti, þá nægir ekki að halda einum niðri, heldur hækka annan, svo að allir megi vel við una. Jeg skal nú ekki fara mikið út í það, hvort gerðar sjeu of skuli fá hærri laun, ef þeir hafa stóra fjölskyldu. (ÁÁ: Aldursuppbótin er miðuð við það). Nei, svo er alls ekki, því að menn, sem eru búnir að vera nógu lengi í embættum og eiga engin börn og geta ef til vill alls ekki átt börn, þeir fá þetta samt. Jeg hefi líka haldið um þessa aldursuppbót, að hún væri alment veitt sem viðurkenning fyrir langt og gott starf, en ekki sem launahækkun vegna ómegðar.