06.05.1929
Neðri deild: 62. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1719 í C-deild Alþingistíðinda. (3259)

117. mál, skipun barnakennara og laun

Frsm. minni. hl. (Hannes Jónsson):

Það var hlægilegt að heyra síðustu röksemdir hv. þm. V.-Ísf. Hann sagði að þögn kennaranna um launaviðbót vitnaði um lág laun, og um leið segir hann, að ef barnakennarar fái þessa uppbót, þá þurfi ekki að óttast háværar kröfur frá þeim framar. Þetta eru alls ekki frambærileg rök, eins og líka hv. þm. hlýtur að finna sjálfur. Hv. þm. hefir orðið þetta á í vandræðum sínum, en gætt þess miður, að með því að grípa til slíkra röksemda, þá gerði hann sig beran að ósamkvæmni og rökþrotum. Jeg hygg, að flestir þeir, sem þykjast órjetti beittir, kvarti, en ef þeir gera það ekki, verður það að teljast vitni þess, að þeir sjéu ánægðir með sitt hlutskifti, en ekki óánægðir.

Það sem hv. þm. sagði um launakjör kennara fastra skóla skiftir ekki beint máli í þessu sambandi. Í þessu frv. er farið fram á 500 kr. byrjunarlaun, auk ókeypis fæðis, húsnæðis, ljóss og hita og þjónustu. Þessi síðastnefndu fríðindi eru lágt metin á 500 kr. Eftir þessu frv. yrðu laun farkennara minst 1200 kr. með dýrtíðar- uppbót — fyrir þessa 6 mánuði sem skólinn stendur. Við þetta bætist svo aldursuppbótin, sem getur orðið 420 kr. með dýrtíðaruppbót. Jeg geri ráð fyrir því, að ef þessi launahækkun næði fram að ganga, þá myndu brátt koma fram samskonar kröfur frá öðrum starfsmönnum hins opinbera, og síst með minni rjetti. T. d. væri litið samræmi eða sanngirni í því, að láta hreppstjórana hafa eftir sem áður einar 100–200 kr. fyrir öll þau mörgu og yfirgripsmiklu störf, sem á þeim hvíla. Jeg býst við, að svona mælti lengi telja. En er nú ríkið viðbúið að hækka laun allra starfsmanna ríkisins, svo að sjerhver verði ánægður? Ef þetta spor verður stigið, þá er þessi launaflokkur tekinn út úr samræmi við launalögin í heild, og þá er fordæmið gefið. Næst kemur röðin að hreppstjórunum, þá oddvitunum o. s. frv. Og ekki dregur úr þessum kröfum, ef launahækkun yfirsetukvenna siglir hraðbyri gegnum þingið, eins og nú lítur út fyrir. Mjer skilst, að mjög beri að gjalda varhuga við að stíga þetta spor. Það tjáir ekki að segja sem svo, að þetta sje lítil hækkun, eða að hún nemi litlu samanlagt fyrir ríkissjóð. Hjer kemur fleira til greina, eins og jeg hefi áður drepið á. Málið hefir fleiri hliðar. Það væri að vísu mjög æskilegt, að hægt væri að launa alla starfsmenn svo vel, að enginn þættist vanhaldinn, en engum ætti að vera það betur ljóst en hv. alþingismönnum, að einhversstaðar hljóta þó að vera takmörk fyrir gjaldgetu ríkissjóðsins. Hin vaknandi þrá til þess að bæta úr margra alda kyrstöðu á flestum sviðum þjóðlífsins krefur mikils fjár, og þjóðin verður að vera vakandi á verði um það, að binda ekki eftirkomendunum altof þungan bagga fyrir þessar framkvæmdir.

Þá sagði hv. þm., að þessi launahækkun gæti orðið til þess, að halda fólki kyrru í sveitunum. Þetta hygg jeg á misskilningi bygt. Það er alkunnugt, að meðal þjóðar vorrar er sá hugsunarháttur ríkjandi, að betra sje að lifa við sultarlaun í kaupstað en við sæmileg kjör í sveit, sjerstaklega á þetta við þá, sem lærðir eru kallaðir. Það eru hin ýmsu hlunnindi kaupstaðanna, sem ríða baggamuninn í þessu efni. Fyrir 280 kr. launahækkun setjast menn ekki að í sveit. Það þarf annað og meira til þess. Svo lítil peningaupphæð hefir lítil áhrif á lífsstefnu manna, eða það, hvað þeir velja sjer fyrir lífsstarf. Jeg býst við, að ef þetta væri tilgangurinn, þá yrði að fara fram á enn hærri laun, ef bera ætti tilætlaðan árangur. Jeg held líka, að það sje ógerningur að beina fólksstraumnum aftur til sveitanna með peningum einum. Framtíð sveitanna byggist ekki á hátt launuðum embættum, heldur auknum verklegum framkvæmdum. Að því á ríkisvaldið að vinna, og í skjóli þeirra framfara vex starfslöngun og andleg menning, sem dregur hugi unga fólksins aftur til sveitanna.

Jeg hygg, að endurskoðun launalaganna sje mjög ofarlega í hugum manna, og getur tæpast liðið mjög á löngu áður en hafist verður handa í því efni. Þá verður að sjálfsögðu að endurskoða barnakennaralaunin líka. Með tilliti til þess, getur það haft mikla örðugleika í för með sjer síðar meir, ef farið verður nú að taka þennan launaflokk út úr, og ákveða laun hans, sumpart af handahófi og sumpart til þess að láta eftir kröfum þeirra, sem hlut eiga að máli. Jeg tel slíkt stórlega varhugavert, og vil eindregið ráða hv. deild frá því að samþykkja frv. Við endurskoðun launalaganna kemur það í ljós, hvað ríkissjóður getur, og getan verður að ráða. En nú getur svo farið, að þegar öll kurl koma til grafar, þá verði gjaldahækkunin svo mikil, að mönnum hrjósi hugur við, og er þá ágætt(!) að vera búinn að smeygja svona hækkunum inn áður en menn vita, hvað þeir eru að gera.

Það er satt, að kennarar verða að bíða lengi eftir að fá fyrstu launauppbót og enn lengur eftir að komast upp í hæstu laun. Jeg skal taka það trúanlegt, að settir barnakennarar fái aldursuppbót; en jeg hefi ekki orðið var við það, og jeg skil ekki hvaða ástæður liggja að því, að kennararnir eru altaf settir í sumum sveitum, án þess að sjeð verði að öðruvísi standi á um þær en aðrar sveitir. Ef þetta er tekið trúanlegt, að settu kennararnir fái líka aldursuppbót, þá eru það allir eða flestir barnakennarar, sem starfa undir þessum ákvæðum, og geta þeir þá búist við að fá bætt launakjör eftir 3 ár, 6 ár, 9 ár eða 18 ár. Þess er þá líka sennilega full þörf, því að það getur verið, að þessir kennarar hafi þá svo mörg börn á sínu. framfæri, eins og mjer skildist á hv. þm. V.-Ísf., en jeg man ekki eftir, að það sje neitt í launalöggjöf þeirra um það, að þeir miklar kröfur til barna, og þeim ætlað of mikið, nje heldur hvort árangur barnafræðslunnar sje lítill. En hinu vil jeg mótmæla, að gagnsemi barnafræðslunnar svari ekki kostnaði. Hvað býst hv. þm. við að fá fyrir 20 kr., sem hann ver til fræðslu barns í einn vetur? Við hvað miðar hann, ef hann segir, að árangurinn, eins og hann er nú, svari ekki kostnaði? Sannleikurinn er, að hversu lítið fje, sem lagt er af mörkum í þessu skyni, þá svarar það vissulega kostnaði, og það svarar kostnaði þó árangurinn sje lítill eða nær enginn. Um þetta atriði skal jeg ekki fara frekari orðum, og síst deila um það við hv. þm. V.- Húnv.

Hv. frsm. minni hl. taldi mjer hafa missýnst um laun fastra kennara, því að þeir hefðu ýms hlunnindi, sem jeg hefði ekki getið um. Mjer er ekki kunnugt um, að þeir hafi önnur hlunnindi en þau, að heimavistarskólastjórar í sveit og skólastjórar í kaupstað hafa ókeypis húsnæði, og um þetta hefi jeg getið. En hinsvegar vil jeg halda því fram, að sá grundvöllur, sem byggja verður að rjettu lagi alla launaútreikninga á, sjeu frumlaun kennaranna, byrjunarlaunin. Hv. þm. óx mjög í augum aldursuppbótin, og það er rjett, að hún getur orðið alt að 300 kr. á farkennara. En hve langur tími líður, þangað til launin eru hækkuð sem þessu nemur? Það eru nú ekki minna en 18 ár, svo að hv. þm. getur getið nærri, hvort ekki muni hafa eitthvað hafa hlaðist utan á þann mann, sem gegnt hefir farkennaraembætti í 18 ár. Jeg býst við, að þá sjeu orðnir nokkrir munnar til þess að taka á móti þessari launauppbót, og jeg geri einnig ráð fyrir, að sá kennari sje alls ekki öfundsverður, sem svo lengi hefir gegnt jafn illa launuðu starfi. Hv. þm. ferst líkt og sænska verkamanninum á stríðsárunum, þegar ákveðið var að veita hverjum verkamanni 2 kr. uppbót á viku fyrir hvern krakka. Honum varð það að orði um einn vin sinn, sem fjekk meiri uppbót en alment var, að altaf væri hann jafn heppinn, að eiga nú fult hús af krökkum!

Þá vil jeg leiðrjetta þau ummæli hv. þm. V.-Húnv., að farkennarastöður hafi ekki verið veittar, til þess að hafa á þann hátt af mönnum aldursuppbótina. Þetta hefir við engin rök að styðjast. Jeg býst tæpast við því, að hv. þm. trúi því í raun og veru, að lögin hafi verið svo greypilega brotin, enda má hann skilja það, að slíkt ranglæti myndi ekki liðið átölulaust. Hv. þm. ætti og að vita það, að enda þótt farkennarar sjeu aðeins settir, þá hafa þeir eigi að síður rjett til aldursuppbótar, enda er slíkt sjálfsögð rjettlætiskrafa. Að farkennarar hafa ekki altaf verið skipaðir, leiðir af öðrum ástæðum. Víða er farkenslu svo háttað, að engin trygging er fyrir því, að henni sje haldið uppi ár hvert. Til þess að slíkt sje trygt, þarf skólanefndin að hafa umráð yfir húsnæði, sem víst sje, að ekki gangi henni úr greipum. En nú hagar óvíða svo til, svo að varhugavert verður að teljast, að skipa kennara til ófyrirsjáanlegs tíma. Þá sagði hv. þm. einnig, að þetta væri ótvírætt vitni þess, að launin væru óhæfilega há. Slíkt eru þvílíkar firrur, að jeg hirði ekki að svara þeim. Farkennarar í sveitum eru tvímælalaust lægst launuðu stjett landsins í hlutfalli við það starf, sem int er af hendi í þágu þjóðfjelagsins. Engin stjett manna fær eins ljelega greiðslu fyrir mikið og vandasamt starf eins og farkennarar í sveitum. Jafnvel yfirsetukonurnar eru ekki ver launaðar tiltölulega. Mjer virðist sveitirnar eigi að gera strangar kröfur í þessum efnum, strangar kröfur um jafnrjetti fyrir sig og rjettlæti þessum mönnum til handa. Það rjettlæti fæst einungis með launauppbót og bættum launakjönim framvegis, ekki þannig að tilsvarandi sje klipið af launum annara kennara, heldur beint með því, að hækka laun farkennara. Það hefir ósjaldan verið reynt að færa laun fastra kennara yfir á kauptún og kaupstaði. Það var reynt 1921, 1922 og 1924, og hefir ávalt mistekist, enda er það mjög að vonum. Sú leið hefir verið þrautreynd, og geri jeg tæplega ráð fyrir, að menn láti sjer lengur detta slíka fjarstæðu í hug. Mjer virðist þeim hv. þm., sem telja sig vini sveitanna, ætti að vera það ljóst, að þeir eiga að sækja sinn rjett, en ekki taka rjett af öðrum. Þetta er hin eina leið, sem liggur til jafnrjettis á þessum sviðum. Ranglæti verður eigi útrýmt með nýju ranglæti. Og vænti jeg nú, að þeir hv. þm., sem þrásinnis hafa verið gerðir afturreka með tilraunir sínar til þess að sparka hinni íslensku kennarastjett lengra niður í djúp örbirgðar og vonleysis, muni nú loks skilja það, að hin íslenska kennarastjett lætur ekki bjóða sjer alt til langframa. Og jeg verð því að vænta þess einnig, að þeir leggi nú máli þessu lið, enda mun það mála sannast, að hin íslenska kennarastjett er nokkurrar viðurkenningar makleg, fyrir langt og mikilsvert og óeigingjarnt starf í þágu þjóðarinnar. Þetta vil jeg biðja hv. þm. að leggja sjer ríkt á minni.

Jeg lít svo á, að bætt launakjör farkennara í sveit geti haft mjög mikilvægar afleiðingar og áhrif, auk hinnar sjálfsögðu rjettlætiskröfu, sem þeir eiga á slíku. Til slíkrar kenslu ráðast einkum einhleypir menn, sem oft eru um leið að reyna að koma sjer upp heimili og safna sjer fje, til þess að koma því á fót. Ef launakjörin eru nú þannig, að þeim er gert mögulegt að safna nokkru, þá veitir það þeim töluverða hjálp til þess að reisa hús og heimili, svo að þeir þurfa ekki að flytjast til kaupstaðanna. Nú fer svo fjarri því, að hjer sje um ótakmarkaðar kröfur að ræða. Hækkunin nemur ekki meira en 200 kr. yfir þá sex mánuði, sem skólinn stendur. Það þarf síst að gera ráð fyrir því, að ef þessi launahækkun verður samþykt, þá muni brátt koma fram auknar kröfur um nýja hækkun, af hendi kennara. Sannleikurinn er, að engin stjett þjóðfjelagsins hefir haft lægra um sig en farkennararnir. Er það órækt vitni þess, hversu mikið vonleysi hefir ríkt innan stjettarinnar. Fæstir hafa hugsað sjer það starf til frambúðar, heldur einungis haft það á hendi, meðan ekki gafst annað betra. Lágar kröfur eru skýrustu vitni ljelegra launa. Hinsvegar þurfa menn ekki að óttast óhæfilegar kröfur úr þessari átt. Það sem farið er fram á, er einungis rýr launaviðbót, sem gerir farkennara fært að stunda atvinnu sína og þurfa ekki að flýja á náðir kaupstaðanna eða leita sjer annarar atvinnu. Með því lagi, sem nú er, get fara fleiri orðum um það, því að menn geta kynt sjer grg. frv. ef þeim þætti eitthvað á vanta. Fyrir hönd n. legg jeg svo til, að frv. verði samþ. óbreytt.