17.05.1929
Efri deild: 72. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1730 í C-deild Alþingistíðinda. (3275)

117. mál, skipun barnakennara og laun

Erlingur Friðjónsson:

Jeg ætlaði mjer að óska þess, ef farið verður fram á það, að gengið verði til atkvæða um 2. mál á dagskránni (Frv. til 1. um breyt. á yfirsetukvennalögum), þá verði einnig gengið til atkvæða um þetta mál. Mjer finst afgreiðsla þeirra vera svo skyld, að það væri ástæða til að taka upp atkvæðagreiðsluna um bæði málin, ef tekin er upp um annað.