17.05.1929
Efri deild: 72. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1732 í C-deild Alþingistíðinda. (3278)

117. mál, skipun barnakennara og laun

Erlingur Friðjónsson:

Hæstv. forseti las mitt nafn fyrst upp meðal þeirra, sem ekki vildu greiða atkvæði um það, sem nú er 9. málið á dagskránni. Skal jeg þá fyrir mitt leyti gefa hæstv. forseta það svar, að ástæðan fyrir því að jeg vildi ekki greiða atkvæði í málinu við umr. þess um daginn, var sú, að jeg hafði ekki kynt mjer málið svo, að jeg teldi mjer fært að greiða atkvæði um það. Jeg vil ætíð láta mitt atkvæði falla þannig, að jeg geti sem best forsvarað afleiðingarnar af því. En sjerstaklega vil jeg vera varfærinn, þegar er að ræða um þau mál, sem snerta útgjöld ríkissjóðs, ekki einasta strax, heldur og í framtíðinni. Jeg taldi mig því þurfa að athuga málið betur áður en jeg greiddi um það atkvæði, en nú hefi jeg líka kynt mjer þetta mál svo, að jeg er reiðubúinn til að greiða atkvæði um það. Hið sama get jeg sagt um 2. málið á dagskránni (yfirsetukvennalög).