06.05.1929
Efri deild: 62. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 414 í B-deild Alþingistíðinda. (328)

95. mál, hafnarlög fyrir Vestmannaeyjar

Frsm. (Halldór Steinsson):

Eins og frv. ber með sjer, þá er hjer aðeins um heimildarlög fyrir stj. að ræða um að mega verja úr ríkissjóði 70 þús. kr. til hafnarinnar í Vestmannaeyjum, gegn tvöföldu framlagi annarsstaðar frá.

Nú verður því að vísu ekki neitað, að hjer er um allmikla fjárhæð að ræða fyrir ríkissjóð, ef heimildin er notuð, eins og gera má ráð fyrir áð verði. En hinsvegar ber þá jafnframt að líta á, að Vestmannaeyjar eru einhver allra stærsta fiskiveiðastöðin, þar sem fjöldi manna stundar atvinnu sína, því að fyrir utan þær 3 þús. manna, sem þar eru búsettar, sækir þangað fjöldi manna árlega víðsvegar að af landinu til þess að stunda atvinnu sína. Má því segja, að í Eyjunum hafi verið blómlegt og fjörugt viðskiftalíf hin síðari ár, en vitanlega er vöxtur þeirra undir því kominn, að sæmilega góð höfn komist þar upp. Þess vegna hefir sjútvn. þótt sanngjarnt og rjettlátt, að ríkissjóður legði fje til þessara hafnarbóta, og ekki aðeins til þess að bæta þau mannvirki, sem þegar eru gerð og miklu fje hefir verið varið til, heldur má gera ráð fyrir, að framvegis verði að leggja allmiklar fjárhæðir af mörkum til þess að gera þær bætur innan sjálfrar hafnarinnar, áð viðunandi sje.

Sjútvn. leggur því til í einu hljóði, að frv. þetta verði samþ. eins og það liggur fyrir.