08.03.1929
Efri deild: 17. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 416 í B-deild Alþingistíðinda. (335)

11. mál, skráning skipa

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Jeg hefi ekki margt að segja um frv. þetta fyrir hönd sjútvn. Breyt. sú, sem frv. fer fram á að gerð verði á núgildandi lögum, er í því fólgin að leggja fyrir viðskiftaráðunaut að ganga úr skugga um það, að aðili uppfylli þau skilyrði, er honum ber, þá er gefa þarf skírteini um skip, sem keypt eru ytra, og fyrirbyggja á þann hátt, að skip verði skráð sem íslensk eign, ef þau eru eigi að fullu eign íslensks ríkisborgara. Þarf jeg eigi að fara fleiri orðum um frv. þetta, þar sem allir hv. þdm. munu hafa kynt sjer frv. og efni þess.

Jeg vil aðeins benda á það, að fyrirsögn frv. er eigi í samræmi við nafn þeirra laga, er breyta á. Þau heita lög um skráning skipa. Leggur n. til, að fyrirsögninni verði breytt, en að öðru leyti er hún samþykk frv.