29.04.1929
Neðri deild: 56. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1821 í C-deild Alþingistíðinda. (3416)

64. mál, loftskeytanotkun veiðiskipa

Ólafur Thors:

Jeg ætla ekki að fara að deila á hæstv. forseta fyrir hlutdrægni í fundarstjórn. Til þess kann jeg stjórn hans yfirleitt og allri röggsemi í rauninni of vel. En hinsvegar er jeg ekki svo óhreinskilinn, að jeg geti ekki kvartað við hæstv. forseta þegar það kemur fyrir, að manni virðist hann breyta á annan veg og órjettari um fundarstjórn en venja er til. Við höfðum vænst þess, að hæstv. forseti tæki fyrir 2. málið á dagskrá, og enda haft loforð hans fyrir því. En úr því hann gerði það ekki og fór að flytja til mál á dagskránni, þá hefði verið nær að taka fyrir 10. mál (vinnudóminn), því að hún er hneyksli, sú meðferð, sem það mál hefir orðið að sæta.