05.04.1929
Efri deild: 37. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1865 í C-deild Alþingistíðinda. (3441)

71. mál, forkaupsréttur kaupstaða á hafnarmannvirkjum o.fl.

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Á Alþingi 1927 og 1928 var mál þetta til umr. og var samþ. í þessari deild. Er því ekki ástæða til að fara mörgum orðum um það nú. Það má aðeins segja það almenna, að eins og hreppar hafa nú forkaupsrjett á jörðum innan hreppsins, er og hin sama nauðsyn að kaupstaðir og kauptún hafi sama rjett um landspildur og lóðir innan síns umdæmis. Það hefir komið fyrir, að selt hefir þannig verið utan hjá. Dæmi um það er frá Akureyri. Mun jeg ekki færa fram fleira að sinni, en vísa til þess, sem jeg hefi áður um þetta sagt. Allshn. hefir lagt til, að frv. verði samþ. óbreytt. Vona jeg að hv. deild verði við þeim tilmælum.