21.03.1929
Efri deild: 28. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1876 í C-deild Alþingistíðinda. (3463)

84. mál, vélgæsla á mótorskipum

Flm. (Erlingur Friðjónsson):

Frv. þetta felur í sjer breytingu á 3. gr. laga um vjelgæslu á íslenskum mótorskipum.

Breytingin er í því fólgin, að til þess er ætlast í frv., að vjelstjórar, sem lengi eru búnir að vera við vjelgæslu, geti öðlast rjettindi til þess að stjórna stærri mótorvjelum en hið upphaflega próf þeirra tiltekur. Frv. er flutt að óskum vjelfróðra manna, og finst mjer eðlilegt, að vjelstjórar fái þessi rjettindi. Sjálfur hefi jeg enga sjerþekkingu í þessu efni. Jeg leyfi mjer að vænta þess, að hv. deild samþ. að vísa frv. til nefndar, og óska jeg að því verði vísað til sjútvn. að þessari umr. lokinni.