27.03.1929
Efri deild: 33. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1880 í C-deild Alþingistíðinda. (3475)

103. mál, menntaskóli og gagnfræðaskóli í Reykjavík og Akureyri

Jón Þorláksson:

Jeg hafði vonast eftir því, að hæstv. kenslumálaráðh. myndi gera grein fyrir aðalbreytingum þessa frv. nú við 1. umr. Sje hann eigi við því búinn, vildi jeg mega fara fram á það við hæstv. forseta, að umræðunni yrði frestað, af því að svo skamt er síðan frv. kom fram og þingmenn hafa eigi átt kost á að kynna sjer það nægilega.