21.03.1929
Efri deild: 28. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í D-deild Alþingistíðinda. (3555)

79. mál, vatnsveita á Hvammstanga

Jón Jónsson:

Það er líklega þýðingarlítið að mæla á móti þessari þáltill., þar sem þeir styðja hana í samvinnu hv. frjettaritari Morgunbl. á Hvammstanga og hv. formaður jafnaðarmannaflokksins. Jeg vil þó mótmæla gífuryrðum hv. flm. um hina brýnu þörf þessa máls og þá erfiðu aðstöðu heima í hjeraði um að hrinda því í framkvæmd. Jeg get ekki annað skilið en að þeir sjeu sjálfir einfærir um að koma á samtökum hjá sjer í kauptúninu um að undirbúa og framkvæma þessa vatnsveitu á Hvammstanga. Jeg mótmæli því ennfremur, að jeg sje andstæður þessari ályktun af kulda til hjeraðsbúa; jeg tel það miklu fremur bera vott um kulda og vantraust til þeirra, að hv. þingdm. sjeu að blanda sjer í þetta einkamál þorpsbúa á Hvammstanga, fyrst engar sjerstakar ástæður eru til þess. Það ber óneitanlega vott um vantraust til hlutaðeigandi hreppsnefndar, ef þáltill. verður samþ.