28.02.1929
Neðri deild: 10. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í D-deild Alþingistíðinda. (3563)

41. mál, aukin landhelgisgæsla

mjög yfir yfirgangi togara á grunnmiðunum. Stakk jeg þá upp á því við þá Seltirninga, er hreyfðu þessu máli, hvort þeir gætu ekki hugsað sjer, að bátur sá, er hefir gæslu við Garðskaga, gæti einnig komið að notum hjer. Þetta er einungis fyrirkomulagsatriði, en það er fyllilega rjett, að hjer er ekki síður nauðsynlegt að athuga landhelgisgæsluna en við Garðskaga. Jeg býst líka við því, hvort sem till. þessi verður samþ. eða ekki, að þetta mál verði tekið til athugunar í þeim anda, sem till. fer fram á, og að sem kostnaðarminstu, enda skal það játað, að kvartanir þær, er fram hafa komið, eru á fullum rökum bygðar.