28.02.1929
Neðri deild: 10. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 27 í D-deild Alþingistíðinda. (3565)

41. mál, aukin landhelgisgæsla

Jón Ólafsson:

Jeg vil aðeins benda þeirri hv. n., sem væntanlega fær þetta mál til meðferðar, á það, að þessi vísir, sem hjer er til vjelbátaútgerðar, er aðeins hálfsjeður enn, því að nú er verið að ganga frá stóru frystihúsi hjer í Reykjavík, sem mjög hlýtur að ýta undir þá útgerð. Hv. n. verður að gera sjer það ljóst, að á næstu árum hlýtur að vera mikil aukning á vjelbátaútgerðinni í Reykjavík. Vænti jeg, að hv. n. athugi mál þetta með velvilja og horfi ekki í, þó að það kunni að kosta ríkissjóð nokkurt fje.