22.03.1929
Neðri deild: 29. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 44 í D-deild Alþingistíðinda. (3582)

41. mál, aukin landhelgisgæsla

Ólafur Thors:

Jeg stend aðeins upp til þess að árjetta það, sem hv. frsm. sagði, að það hafi verið samhuga álit allra nm. að telja þessa auknu gæslu á Faxaflóa, sem till. fer fram á, æskilega. En jafnframt leggur n. mjög ríka áherslu á, að ekki verði skert á nokkurn hátt sú gæsla, sem verið hefir á sunnanverðum flóanum, og á jeg þar við gæsluna í Garðsjónum. Myndi gæslan þar verða lítils virði, ef varðbátur sá, sem hefir haft hana á hendi að undanförnu, yrði jafnframt látinn gæta annara miða.

Annars er jeg n. þakklátur fyrir skilning hennar á þessu máli, og skal svo ekki að öðru leyti fara að blanda mjer inn í umr., enda gerist þess ekki þörf, því að hv. frsm. hefir talað mjög skýrt og greinilega fyrir hönd n.