17.04.1929
Efri deild: 47. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 74 í D-deild Alþingistíðinda. (3604)

30. mál, dýrtíðaruppbót

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Út af þáltill. þeirri, sem hjer liggur fyrir um hækkun á dýrtíðaruppbót embættis- og starfsmanna ríkisins, vil jeg aðeins segja það, að meðan íslenska krónan er ekki verðfest að lögum, þá er ekki hægt að taka fasta ákvörðun í þessu launamáli. Meðan ekki er útsjeð um, hvort lög um verðfestingu krónunnar verða samþ. á þessu þingi, þá finst mjer það vera fyrir þreytta að þola, þó að embættismennirnir bíði þangað til verðfestingin er lögfest. Jeg álít, að það eigi að fresta öllum ákvörðunum í þessum efnum þangað til búið er að festa gildi krónunnar.