06.05.1929
Neðri deild: 62. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 85 í D-deild Alþingistíðinda. (3614)

30. mál, dýrtíðaruppbót

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Hv. 1. þm. Reykv. bar fram tvær fyrirspurnir til stj. 1) Hvort stj. hugsi sjer að nota heimild þá, sem í till. felst, ef hún verður samþ., og 2) Hvað stj. hugsi fyrir um undirbúning launamálsins.

Eins og hv. þm. er kunnugt, heyrir þetta undir hæstv. fjmrh., en hann gat ekki verið viðstaddur þessa umr. málsins. Skal jeg flytja hæstv. fjmrh. fyrirspurnirnar, svo að hann geti svarað þeim við síðari umr., og vona jeg, að hv. þm. telji það nægilegt.

Hvað fyrra atriðið snertir, get jeg látið það álit mitt í ljós, að jeg tel, að miklu rjettara hefði verið að leggja fyrir stj., að þetta verði gert, í stað þess að henni er gefin heimild til þess. Það væri miklu hreinlegra, ef ætlast er til, að þetta verði gert, og þyrfti ekki nema litla brtt. til þess að kippa málinu í það horf.