27.04.1929
Efri deild: 55. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 425 í B-deild Alþingistíðinda. (362)

86. mál, sala á Laugalandi í Reykhólahreppi

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Ástæðan til þess, að þetta lagafrv. er fram komið, er sú, að vantað hefir hentugt jarðnæði fyrir læknisbústað í Reykhólahjeraði. Hefir í því sambandi verið einkum bent á Reykhóla, en samkomulag hefir ekki náðst um kaup á parti úr jörðinni, en hinsvegar um makaskifti á honum og annari samliggjandi jörð, Laugalandi. En af því að sú jörð er kirkjujörð, þarf sjerstaka lagaheimild til sölu hennar til læknishjeraðsins, er svo geti makaskift henni við eigendur Reykhóla. Allshn. þessarar d. álítur þessa lausn málsins mjög sæmilega og gerir að till. sinni, að hún sje samþ. og frv. nái fram að ganga.