08.05.1929
Neðri deild: 64. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 100 í D-deild Alþingistíðinda. (3627)

30. mál, dýrtíðaruppbót

Frsm. meiri hl. (Hjeðinn Valdimarsson):

Jeg hygg, að varla þurfi um það að deila, að löglegt sje þegar Alþingi heimilar stj. að greiða úr ríkissjóði. En hitt kemur ekki til mála, að nokkur lög sjeu feld úr gildi, þó heimilað sje að greiða meira en þar er ákveðið.

Um hin atriðin í ræðu hæstv. ráðh. get jeg ekkert sagt fyrir hönd n. Þau eru svo smávægileg flest, að hæstv. fjmrh. getur vel úrskurðað um þau. En tilgangurinn er sá, að till. nái til allra starfsmanna ríkisins, beinna og óbeinna, er áður hafa notið dýrtíðaruppbótar.

Því get jeg bætt við, að hæstv. stj. hefir í fjárlagafrv. sínu ætlað sömu upphæð og áætluð var í fyrra. Þarf því ekki að breyta fjárl. neitt.