08.05.1929
Neðri deild: 64. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 102 í D-deild Alþingistíðinda. (3631)

30. mál, dýrtíðaruppbót

Halldór Stefánsson:

Jeg vakti athygli á því í n., hvort þetta gæti kallast lögleg afgreiðsla. Því verður ekki neitað, að samkv. lögum á dýrtíðaruppbótin að vera 34%, og er þeim því augsýnilega breytt með þessari þáltill. Hv. 1. þm. Reykv. játaði líka, að þetta væri ekki rjett aðferð. Og við lagabreyt. er varla nema um eina aðferð að ræða. Jeg vil því beina því til hæstv. forseta, að hann úrskurði, hvort till. þessi kemur ekki í bág við stjskr. og hvort hún þá getur komið til atkv.