08.05.1929
Neðri deild: 64. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 132 í D-deild Alþingistíðinda. (3664)

93. mál, útrýming fjárkláða

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Jeg vil hreyfa því, hvort ekki væri rjett að fresta atkvgr., vegna þess að nokkra þm. vantar í deildina. Í till. felst áskorun og heimild til stj., og gæti það verið óþægilegt fyrir hana, ef till. yrði samþ. af minni hl. þeirra manna, er atkvæðisrjett eiga í deildinni, því þá er ekki gott að vita um hinn raunverulega þingvilja.