15.05.1929
Neðri deild: 69. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 163 í D-deild Alþingistíðinda. (3698)

131. mál, hagskýrslur

Jón Auðunn Jónsson*):

*) Ræðuhandr. óyfirlesið. Jeg er sammála hv. flm. um till. þessa, en mjer datt í hug, að rjett væri að fá um leið skýrslur um hag sýslusjóða. Sýslurnar hafa stundum umsvifamikil störf með höndum, og einkanlega eru þær mjög bundnar í ábyrgðum. Því vil jeg koma fram með svofelda brtt. við þáltill.: Fyrir „og sveitarsjóða“ Komi: sveitarsjóða og sýslusjóða.

Jeg viðurkenni, að á þessum skýrslum er ekki eins mikil þörf og á skýrslum um sveitarsjóðina. En þetta stendur þó í nokkuð nánu sambandi hvað við annað. Sje sýslufjelagið mjög hlaðið ábyrgðum, þá getur það haft áhrif á gjaldgetu sveitarfjelagsins.