16.05.1929
Neðri deild: 70. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 207 í D-deild Alþingistíðinda. (3741)

100. mál, rýmkun landhelginnar

Sveinn Ólafsson*):

*) Ræðuhandr. óyfirlesið. Jeg ætla aðeins að gera smávægilegar aths. við þessa till., sem jeg er fyrir löngu reiðubúinn að styðja. Í skýrslu sendimannsins, sem sat fund þjóðabandalagsins af hálfu Íslands síðastl. sumar, var skýrt frá undirtektum bandalagsins í þessu máli, og þær voru mjög líklegar til að geta orðið okkur að liði einmitt í því að fá þessa rýmkun landhelginnar. Enn er ekki komið svo langt, að Ísland hafi tekið sæti í þjóðabandalaginu, þó að það hafi verið boðið með vissu skilyrði. En jeg hugsa, að það geti farið svo innan tíðar, að Ísland sendi þangað fulltrúa, og þá er gott verkefni að vinna, þar sem þetta er.

Mjer dettur ekki í hug að mótmæla því, sem fram kom hjá hv. þm. Borgf fremur en jeg vil á nokkurn hátt leggja stein í götu þessa máls.