18.05.1929
Efri deild: 76. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 259 í D-deild Alþingistíðinda. (3785)

148. mál, skólasjóður Herdísar Benediktsen

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Mig furðar á því, að hv. 3. landsk. skuli ekki sjá, að sá samningur, sem Alþingi og stjórn gerði við Magnús Friðriksson, er í það minsta bindandi gegn honum. Í gjafabrjefi frú Herdísar eru nefnd amtsráð, en í tíð Hannesar Hafsteins er gefin út stjórnarráðsskýring, þar sem ákveðið er, að áður en skólinn yrði stofnaður og staður valinn, skuli bera málið undir sýslunefndir Vesturlands. En í gjafabrjefinu sjálfu eru sýslunefndir ekki nefndar. Þetta hefir hv. 3. landsk. ekki vitað, en þessi skýring stendur auðvitað í fullu gildi, þar til henni er breytt af sama aðila, þ. e. stjórnarráðinu. Í öðru lagi ber þess að gæta, að Jón Magnússon virðist ekki hafa tekið tillit til þess, þegar hann gerði bindandi samning við Staðarfellshjónin, og hið eina, sem getur bjargað, er því ef þau hjón vilja gefa eftir rjettindi sín, en það munu þau ekki vilja. Annars virðist mjer það vafasamur heiður, sem hv. 3. landsk. gerir Jóni heitnum Magnússyni, er hann vill láta gera störf hans ómerk.