11.05.1929
Efri deild: 66. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 269 í D-deild Alþingistíðinda. (3800)

137. mál, rannsókn brúarstæðis á Lagarfljóti

Jón Þorláksson:

Jeg er því náttúrlega fylgjandi, að brúarstæði á Lagarfljóti sje rannsakað. En jeg á samt bágt með að greiða atkv. með till. rjett eftir að hæstv. ráðh. er búinn að lesa upp skýrslu um þá rannsókn, mælingar og kostnaðaráætlun. Hinsvegar efast jeg ekki um, að hafi þar eitthvað undan gengið, þá muni stj. fús á að láta rannsaka það, er á vantar. Vil jeg því skjóta því til hv. flm., hvort hann geti ekki felt sig við, að málinu verði vísað til stjórnarinnar.