17.05.1929
Neðri deild: 71. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 287 í D-deild Alþingistíðinda. (3816)

134. mál, Borgarnesbátur

Jón Auðunn Jónsson*):

*) Ræðuhandr. óyfirlesið. Jeg sje enga ástæðu til að leggja á móti því, að stj. leiti álits sjerfróðs manns um byggingu þessa skips og hvað slík bygging mundi kosta. En að fara nú að gera teikningu, sem kostar þúsundir, er ómögulegt. Nýjar og nýjar brtt. koma fram, meðan enn er ekkert ákveðið, til dæmis um stærð skipsins. Annars er það bert af ræðu hv. þm. Mýr., að hjer á að stofna til mikilla útgjalda fyrir ríkissjóð, og það aðeins fyrir þetta eina hjerað. Auðvitað koma svo hin hjeruðin á eftir og heimta báta handa sjer.