15.03.1929
Neðri deild: 23. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 362 í D-deild Alþingistíðinda. (3844)

34. mál, rannsókn á rekstri togaraútgerðarinnar

Magnús Torfason:

Jeg er í báðum þeim n., sem um hefir verið rætt, og ætti mjer því að standa á sama, til hvorrar n. málinu verður vísað. En jeg hefi skilið till. hæstv. forsrh. þannig, að hann teldi meiri tryggingu fyrir athugun málsins, ef því yrði vísað til sjútvn., því að eins og við vitum, eru fulltrúar beggja aðilja þessa máls í þeirri n. Auk þess er vinnudómsfrv. fyrir allshn., og hygg jeg, að meiri friður yrði í n., ef þetta mál kæmi ekki þangað líka.