13.03.1929
Neðri deild: 21. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 386 í D-deild Alþingistíðinda. (3868)

49. mál, almannatryggingar

Gunnar Sigurðsson:

Jeg fjell frá orðinu, af því að hv. 1. þm. Skagf. tók fram það, sem jeg ætlaði að segja, að rjett væri að vísa þessu máli til fjhn. En jeg sje, að frekari áherslu verður að leggja á þetta. Þó að hæstv. forsrh. hafi stungið upp á að vísa því til allshn., skildist mjer á honum, að honum væri ekkert kappsmál, í hvora n. það færi. Sama er að segja um hv. þm. Ísaf. Jeg sje ekki betur en að þetta mál sje eins hreint fjárhagsmáls og nokkurt mál getur verið. Það hefir fjárútgjöld í för með sjer, bæði fyrir einstaklinga og þjóðina í heild. Þó að fjhn. hafi að vísu ærið nóg að starfa, er þó ekki eins miklu hlaðið á hana og allshn., sem verður að halda fundi á hverjum degi. Jeg legg því eindregið til, að þessu máli verði vísað til fjhn.