13.03.1929
Neðri deild: 21. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 387 í D-deild Alþingistíðinda. (3870)

49. mál, almannatryggingar

Flm. (Haraldur Guðmundsson):

Jeg get ekki sjeð, að það muni neinu um kostnað, hvort stj. er falið þetta mál eða mþn. er skipuð. Jeg geri ráð fyrir — enda skildist mjer á hv. þm. Borgf., að hann gera það líka —, að stj. fái sjer sjerfræðinga til aðstoðar, ef henni er falið að undirbúa málið. En jeg skal ekki gera það að neinu kappsmáli, hvor leiðin er farin, svo framarlega sem hæstv. stj. lýsir yfir því í d., að hún telji sig meðmælta málinu og vilji eitthvað fyrir það vinna. En meðan ekkert er vitað um vilja stj. í þessu efni, álít jeg betra, að skipuð sje sjerstök n.