12.03.1929
Neðri deild: 20. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 550 í B-deild Alþingistíðinda. (522)

3. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Jóhann Jósefsson:

Háttv. 2. þm. Reykv. hefir ekki enn fengið rjettan skilning á því, hvaða þýðingu það hefir að taka rjettinn til að velja bæjarstjóra af borgurunum, og verður víst þýðingarlítið að reyna að fá hann til að skilja það. Ummæli hans um hræsni hjá mjer get jeg látið mjer í ljettu rúmi liggja, en satt að segja furðar mig á, að sá hv. þm. skuli dirfast að nefna hræsni á nafn.