30.04.1929
Efri deild: 57. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 624 í B-deild Alþingistíðinda. (587)

3. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Páll Hermannsson:

Hv. 6. landsk. kvað það vera óviðfeldið að beita öðrum aðferðum við aukakosninguna en giltu nú að lögum. En óviðfeldnara er það þó, að setja þær reglur, að komið geti fyrir, að þeir, sem eiga rjett á fulltrúa í sýslunefnd, verða að vera án hans vegna kosningafyrirkomulagsins. Lögunum verður að breyta til þess að kosning megi fara fram milli manntalsþinga. Og enda þótt till. hæstv. forseta verði ofan á, þá eru þar afbrigði frá almennu reglunni.