30.04.1929
Efri deild: 57. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 625 í B-deild Alþingistíðinda. (588)

3. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Guðmundur Ólafsson:

Jeg sje, að þeir hv. 2. þm. N.-M. og hv. 2. þm. S.-M. eru illa með á nótunum með því, hvað fyrir mjer vakti. Hv. 2. þm. S.-M. þótti varhugavert að kjósa með „undanþágu“, eins og hann kallaði það. En það er ekki rjett að tala um neina „undanþágu“, ef þetta verður sett í lögin. Ef svo fer, að báðir skerast úr leik, aðalmaður og varamaður, þá á að kjósa við fyrstu hentugleika í stað þeirra. Jeg sje ekki. hvað það er viðkunnanlegra að láta kjósa tvisvar á sama ári, láta hreppsnefnd kjósa fyrst, en láta síðan staðfesta þá kosningu eða fella úr gildi á næsta manntalsþingi. Verði brtt. mín samþ., þá verður þetta eitt af ákvæðum laganna, en ekki nein „undanþága“ eða neitt svoleiðis. — Það var þetta, sem jeg vildi taka fram. Þá er rjett að kjósa aftur, og má þá vel vera, að best sje að kjósa 2 menn til vara, eins og hv. flm. stakk upp á.