30.04.1929
Efri deild: 57. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 625 í B-deild Alþingistíðinda. (589)

3. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Ingibjörg H. Bjarnason:

Jeg er algerlega samþykk brtt. á þskj. 451, en vildi þó gjarnan, að það yrði tekið skýrar fram, að kona, sem gift er manni, sem svo er ástatt um, eða maður, sem ætti slíka konu, mistu ekki rjettindi sín þess vegna. Jeg vil, að því sje slegið algerlega föstu, að missir kosningarrjettar af þessum ástæðum nái ekki nema til annars hjóna. Því höfum við, hv. 4. landsk. og jeg, komið fram með þá brtt., að aftan við 6. lið 1. gr. bætist: „enda verið sviftir fjárforræði fyrir þessar sakir“. Jeg hefi að vísu enga sjerþekkingu á þessum málum, en jeg lít svo á, að sá maður, sem mist hefir álit og traust sökum þessara lasta, sje ekki fær um að hafa fjárforræði sitt. Því hygg jeg, að hjer sje ekki tekið of djúpt í árinni. Brtt. tekur það skýrt fram, að slíkur rjettindamissir á ekki að lenda jafnt á maklegum og ómaklegum, og það er það, sem fyrir mjer vakti, er jeg flutti hana ásamt hv. 4. landsk.