13.04.1929
Neðri deild: 44. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1048 í B-deild Alþingistíðinda. (655)

16. mál, fjárlög 1930

Forseti (BSv):

Jeg vil taka það fram, að oss er afmarkaður starfstími í dag, svo að eigi verður háður kveldfundur. Á hinn bóginn er mjög æskilegt, að lúkast mættu sem flest þeirra mála, er á dagskrá standa. Vildi jeg því mega beina því til hv. deildarmanna, að þeir hefðu þetta í huga og væru bæði gagnorðir og góðorðir í ræðum sínum — það því fremur, sem þeim er á eftir mikill fögnuður búinn að tilhlutun hæstv. fors. Sþ., sem nú hefir aflað mikilla tilfanga, er verða mættu til að gleðja hv. þdm. og aðra.