17.04.1929
Neðri deild: 47. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1311 í B-deild Alþingistíðinda. (698)

16. mál, fjárlög 1930

Hjeðinn Valdimarsson:

Jeg hefi hjer aðeins eina brtt. við þennan hluta fjárlaganna og hún miðar að því, að skólagjöld verði látin falla niður. Þessa brtt. flutti jeg líka í þinginu í fyrra, en hún náði þá ekki fram að ganga, og nú býst jeg líka við, að óvíst verði um afdrif hennar. Mjer virðist þetta svo mikið órjettlæti, að jeg vildi bera hana fram að nýju til þess að þeir þm., sem það vilja, geti greitt henni atkv. Það er sannarlega nokkuð langt gengið, að ríkisstj. skuli gera skólann að fjeþúfu og tolla mentalöngun manna. Tollur þessi lendir líka á bæjarbúum án tillits til, hvort þeir eru ríkir eða fátækir, en slíkt er hróplegt ranglæti. Þar sem liður þessi fer nú ekki fram úr 15000 kr., finst mjer, að hæglega mætti sleppa honum án þess að stofna hag ríkissjóðs í voða.