19.04.1929
Neðri deild: 49. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1442 í B-deild Alþingistíðinda. (733)

16. mál, fjárlög 1930

Jón Auðunn Jónsson:

Jeg vil þakka hv. fjvn. fyrir það, hve vel hún hefir tekið í till. mína og hv. 1. þm. S.-M., um að veita 5000 kr. lán til tveggja manna til að koma sjer upp verkstæðum vegna rafstöðvabygginga í sveitum. Ennfremur undirtektir n. við ábyrgðarbeiðni Bolvíking... Það stendur alveg sjerstaklega á þar vestra og munu óvíða eins góð skilyrði til að fá ódýrt rafmagn með vatnaflsvirkjun sem þar. Árið 1923 fjekk Hólshreppur samskonar ábyrgðarheimild, en fyrir nær helmingi hærri upphæð (300 þús. kr.). Í áætlun, er liggur fyrir frá rafmagnsstjóra Rvíkur, er talið, að hvert heimili geti fengið nægilega raforku til ljósa, suðu og hita fyrir um 80 kr. á ári. — Jeg get upplýst, að sýslufundur Norður-Ísafjarðarsýslu hefir nýlega samþ. að ganga í ábyrgð fyrir þessu rafveituláni. Skal jeg ekki fjölyrða um þetta, en vænti góðra undirtekta hjá hv. deild, því fremur, sem n. hefir tekið þetta upp í till. sínar.