27.04.1929
Neðri deild: 55. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1626 í B-deild Alþingistíðinda. (785)

16. mál, fjárlög 1930

Lárus Helgason:

Af því að mjer er ekki alveg sama um það mál, sem jeg ætlaði að tala um, þá þykir mjer of fáir hjer í hv. deild til þess að byrja á því. Jeg óska því, að hæstv. forseti hringi hv. þm. í sæti sín, eða þá að jeg fengi að bíða með ræðu mína þangað til eftir kl. 1. Það eru eigi nema fáar mínútur til þess kl. er 12 á hádegi. Það er hvorttveggja, að jeg vil ekki tala fyrir auðum sætum hv. þdm., enda svo mikil ókyrð yfir þeim fáu, sem eftir eru, að þeir fást að líkindum ekki til þess að hlusta á ræðu um þetta eða önnur mál.