08.05.1929
Efri deild: 64. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 1830 í B-deild Alþingistíðinda. (837)

16. mál, fjárlög 1930

Frsm. (Páll Hermannsson):

Jeg verð að líta svo á, eftir þeim umr. að dæma, er hjer hafa farið fram undanfarið, að umr. um fjárl. sje lokið, og í þeirri trú offra jeg minni síðustu ræðu til að drepa á annað efni en það, sem beint snertir fjárlögin.

Það, sem gaf mjer tilefni til að standa upp að þessu sinni, voru orð, sem hv. þm. Seyðf. ljet falla hjer og jeg vil ekki láta ómótmælt. Jeg tel þau ummæli hans alls ekki sæmileg, síst þar sem hann las þau upp úr skrifaðri ræðu. Hann sagði, að smákaupmennirnir á Reyðarfirði þrifust vel í skjóli hins háa verðlags kaupfjelagsins. (BK: Eins og alstaðar). Hvað veit hv. þm. um verðlag kaupfjelagsins á Reyðarfirði? Jeg lýsi þessi orð hv. þm. Seyðf. röng og ómerk með öllu, svo að jeg viðhafi ekki óþinglegri orð. Menn skilja samt, hvað jeg á við. Rökvillan er líka augljós. Hví verða smákaupmennirnir ekki að stórkaupmönnum, fyrst þeir þrífast svona vel? Jeg endurtek, að þetta er rangur áburður á kaupfjelagið og hverjum þm. ósamboðinn.