04.05.1929
Neðri deild: 61. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 2148 í B-deild Alþingistíðinda. (946)

15. mál, laganefnd

Einar Jónsson:

* *Ræðuhandr. óyfirlesið. Jeg þóttist hafa talað svo greinilega við 2. umr. þessa máls, að jeg hugði, að jeg þyrfti ekki að taka til máls í annað sinn. Þá gaf jeg hv. samþingismanni mínum alvarlega áminningu, en þar sem jeg sje, að hann hefir ekki látið sjer segjast við þá hótun, verð jeg að áminna hann enn á ný, og segi jeg honum það, að ef hann heldur áfram þessum hætti sínum og beitir sjer fyrir máli þessu með Framsóknarflokknum, kemur hann ekki með mjer á þing framar.

Jeg vil taka það fram, að svo fremi, sem þetta frv. á að ganga lengra en það er komið, þætti mjer betur farið, að brtt. hv. 1. þm. Reykv. yrði samþ.brtt. er til mikilla bóta, þar sem lagt er til, að 4. gr. falli niður, en þar er þessari n. heimilað að leita sjer aðstoðar, er henni þurfa þykir. Það væri hin mesta óhæfa að velja fyrst n. til aðstoðar þingi og stj., stofna þrjú ný embætti, en þó er traustið ekki meira á n. en svo, að þessum mönnum er heimilt að fá aðstoð annarsstaðar hvenær sem er. Annars er skipun þessarar n. hið svartasta vantraust á þingi og stj., og það vildi jeg, að jeg mætti segja 10 sinnum nei, er til atkvæða kemur, — til þess væri jeg fús.