06.05.1929
Neðri deild: 62. fundur, 41. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í B-deild Alþingistíðinda. (99)

14. mál, Búnaðarbanki Íslands

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Þetta er að vísu smátt atriði, en jeg er búinn að gera skýra grein fyrir því áður, hvers vegna jeg vil láta þetta frv. verða að lögum nú. Jeg taldi að vísu, að það væri þörf á að endurskoða þetta atriði, en jeg vil láta þá endurskoðun bíða næsta þings, því að það þarf að endurskoða miklu fleira í þessum kafla. Jeg legg það til, að brtt. verði feld, en það er ekki af því, að hv. landbn. hafi ekki rjett fyrir sjer, heldur af því, að mjer finst ekki taka því að fara að lappa upp á þetta eina gat, sem gæti gert það að verkum, að ekki næðist samkomulag við hv. Ed., eða a. m. k. tafið.