18.03.1930
Neðri deild: 56. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 1223 í B-deild Alþingistíðinda. (1049)

5. mál, sveitabankar

Jón Auðunn Jónsson:

* Ég get vel skilið það, að landbn. hafi ekki viljað fara skemmra um tryggingar heldur en tiltekið er í lögum um Búnaðarbankann. En það er eins og hv. 1. þm. N.-M. sagði, að þá eru heimtaðar allmiklar tryggingar fyrir þessum lánum, enda má kannske segja, að þau séu allmikil áhættulán, ef illa tekst til, t. d. ef pest geysar í búfé eða fóðurskortur steðjar að.

Hinsvegar finnst mér, að vel hefði mátt bæta inn í till. hv. n., að handveð skyldi geta komið sem trygging. Það er nefnil. oft svo, að mönnum er hægra að setja handveð, því að það hafa ekki allir fasteignarveð að bjóða, og hreppsnefndarábyrgð ei nokkuð varasöm. En menn hafa oft handveð, annaðhvort lífsábyrgðarskírteini eða veð frá öðrum í fasteignum. Ég vildi þess vegna bera fram brtt. um, að á eftir hreppsábyrgð komi handveð, og hygg ég, að það geti á engan hátt rýrt það, sem stj. Búnaðarbankans vill halda föstu. En eins og ég hefi áður getið um, er mönnum oft auðveldara að setja handveð heldur en fasteignarveð.

Ég vona, að það þurfi ekki að draga neitt úr þeirri ábyrgð, sem hv. n. vill hafa um þessi lán.