18.02.1930
Neðri deild: 30. fundur, 42. löggjafarþing.
Sjá dálk 675 í C-deild Alþingistíðinda. (1226)

66. mál, verðtollur

Flm. (Halldór Stefánsson):

Ég tel sjálfsagt, að fjhn. verði við þeirri ósk hv. þm. Ísaf., að afgreiða ekki þetta mál fyrr en n. hafa borizt brtt. hans, svo fremi sem ekki þarf lengur að bíða eftir þeim en hann sjálfur sagði. Hæstv. fjmrh. óskar eftir því, að n. hraði afgreiðslu málsins eftir föngum, og vænti ég þess því, að hv. þm. reyni að sjá um, að brtt. hans komi sem allra fyrst.

Það er að vísu rétt hjá hv. þm. Ísaf., að tekjurnar verði meiri eftir þessu frv. en áætlað er í fjárl. yfirstandandi árs, en sé tekið meðaltal undanfarinna ára á vörutollinum og verðtollinum eins og þeir hafa reynzt raunverulega, þá eru áætlaðar tekjur eftir frv. sízt hærri.